149. löggjafarþing — 40. fundur,  3. des. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[16:37]
Horfa

Kolbeinn Óttarsson Proppé (Vg):

Virðulegur forseti. Fátt hefur furðað mig meira í umræðu um lög um veiðigjöld í þetta skiptið en einmitt það að sama fólk og kvartar hér hástöfum yfir samráðsleysi skuli leggja til við 2. umr. laga um veiðigjöld grundvallarbreytingu á lögum um stjórn fiskveiða. Það er ekki gert strax. Ekki er lagt fram frumvarp sem sent er út til umsagnar þannig að allir geti sent inn umsögn, hagsmunaaðilar sem aðrir, og síðan fundi nefnd, tilhlýðileg hv. atvinnuveganefnd, um það mál. Nei, þetta er sett fram sem breytingartillaga við 2. umr. á öðrum lögum. Ég er ekki það óábyrgur alþingismaður að ég myndi láta mér detta í hug að leggja svona til. Þess vegna greiði ég atkvæði gegn þessu.