149. löggjafarþing — 40. fundur,  3. des. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[16:56]
Horfa

Smári McCarthy (P):

Herra forseti. Oft er talað um hversu mikilvægt það er að landsbyggðin njóti góðs af því að tekin séu veiðigjöld. Hér er hreinlega tillaga um að þau njóti beinlínis góðs af því. Það er ekki eins og aðrir eins peningar hafi ekki farið í svona góðar uppbyggingaráætlanir í gegnum tíðina. Það væri bara skref fram á veginn að styrkja uppbyggingarsjóð landshlutanna, það myndi hjálpa þeim byggðum sem standa hvað verst vegna samþjöppunar á yfirráðum yfir veiðiheimildum eins og verið hefur hér árum saman.

Að sjálfsögðu eigum við að styðja þessa litlu, hóflegu tillögu. Annars er alltaf hægt að hliðra til peningum á einhvern annan hátt og við vitum ekki hvað kemur næst frá ríkisstjórninni.