150. löggjafarþing — 40. fundur,  4. des. 2019.

samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034.

435. mál
[21:08]
Horfa

Jón Þór Þorvaldsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svarið. Þetta er kannski það sem ég var að reyna að fá fram, að það væri algjörlega kristaltært að búið væri að tryggja veru Reykjavíkurflugvallar og þjónustuhlutverk hans til þessa tíma fyrir alla þá starfsemi sem er þar, hvort sem það er sjúkraflug, verkflug, innanlandsflug, æfinga- eða einkaflug. Ég held að það sé afar mikilvægt til að sátt náist. Mig langar einnig að ítreka að ef það er svo að menn eru sammála um þetta og ætla sér að standa við þetta miðað við þann skilning sem hæstv. ráðherra leggur í plaggið þá er það vel. Ef í ljós kemur að Hvassahraun er álitlegur kostur og þar verði hægt að byggja upp góðan flugvöll sem sinni öllum þessum hlutverkum væri afar ánægjulegt að ná að lokum sátt í þetta stóra mál.