151. löggjafarþing — 40. fundur,  17. des. 2020.

staðan í sóttvarnaaðgerðum.

[13:57]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M):

Herra forseti. Nú spyr ég yður beint: Hyggist þér bregðast við athugasemdum þingmanna sem að mínu mati kalla á viðbrögð frá hæstv. forseta? Telji hæstv. forseti sig ekki hafa vald til að kveða upp úr um nokkurn hlut, munið þér þá koma þessum skilaboðum áleiðis til þess sem að yðar mati er til þess bær? Það er mjög mikilvægt að við fáum svör við þessu og ég vek athygli hæstv. forseta á því að Ísland virðist skera sig úr t.d. gagnvart öðrum Norðurlöndum í þessu tilliti. Það hljóta að vera einhverjar ástæður fyrir því. Á öðrum Norðurlöndum sem eru með okkur í hópi hvað varðar afhendingu bóluefnis hefur þetta vandamál ekki komið upp, þvert á móti. Þar virðist allt vera á áætlun og því skora ég á yður, herra forseti, að bregðast við.