151. löggjafarþing — 40. fundur,  17. des. 2020.

fjármálaáætlun 2021--2025.

2. mál
[20:19]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Hér greiðum við atkvæði um mjög mikilvægt mál inn í samtímann og næstu framtíð um það hvernig við ætlum að haga ríkisfjármálunum til að takast á við og hafa samfélagið áfram sterkt þegar landið fer að rísa eftir að heimsfaraldrinum lýkur eða hann fer að réna. Hérna er verið að haga ríkisfjármálunum þannig að hið opinbera geti tekið á sig skuldir til þess að öll kerfin okkar, velferðarkerfið okkar, menntakerfið okkar, geti virkað á þessum erfiðu tímum. Þess vegna er hérna um mikilvæga og góða hagstjórn og góða framtíðarsýn að ræða á erfiðum tímum.