144. löggjafarþing — 41. fundur,  4. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[18:15]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Ég er hjartanlega sammála þingmanninum um að auðvitað þurfum við fyrst og síðast að líta á faglegu hliðina en við þurfum líka að hugsa um peninga. Það liggur ljóst fyrir að miðað við samþykkt Vísinda- og tækniráðs ættu háskólarnir að ná OECD-meðaltali árið 2016. Það eru 6 milljarðar. Síðan er ætlunin, held ég, 2018 eða 2020 að ná viðmiði annarra Norðurlandaþjóða, sem er enn hærra. Ef við ætlum að ná þessu þurfum við að hugsa allt kerfið upp á nýtt. Ég er mjög hrifin af stefnu Vísinda- og tækniráðs. Ég var full aðdáunar þegar ég sá áætlun þeirra, sem kom út í júní, en það hefur lítið heyrst af henni. Ég er hrædd um að það sé út af því að menn átti sig ekki á hvernig þeir eigi að framkvæma þetta.