148. löggjafarþing — 41. fundur,  20. mars 2018.

fjármálastefna 2018--2022.

2. mál
[18:49]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Hér var viturlega mælt af hv. þm. Oddnýju Harðardóttur að vanda. Ég tek undir það sem hér hefur komið fram um nauðsyn þess að taka fyrir frávísunartillögu og greiða atkvæði um hana og einnig það sem sagt hefur verið um nærveru ráðherra í þessari umræðu í kvöld.

Ég fagna sérstaklega því sem hv. þm. Kolbeinn Óttarsson Proppé sagði drengilega áðan um nauðsyn þess að hafa ráðherra hér. Ég tók eftir því að hv. þingmaður tjáði sig ekki um frávísunartillöguna, en ég geri því skóna að hann sé því jafnvel fylgjandi líka að við tökum þessa frávísunartillögu fyrir. Svo kann að vera að hér sé í kvöld meiri hluti fyrir því að taka fyrir þessa frávísunartillögu.