Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 41. fundur,  5. des. 2022.

hlutafélög o.fl.

227. mál
[19:21]
Horfa

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þm. Lenyu Rún Taha Karim fyrir andsvarið, virkilega góða spurningu. Eins og hv. þingmaður veit þá eru ráðuneytin og þeir sérfræðingar sem þar vinna oftar en ekki líka ráðgefandi fyrir nefndir Alþingis. Að sjálfsögðu sér löggjafinn, þ.e. alþingismenn, um að taka mál til meðferðar sem eru samin í ráðuneytunum af þeim sérfræðingum sem eru best inni í málunum og þess vegna fylgdi meiri hluti efnahags- og viðskiptanefndar þeim ráðleggingum sem komu þar fram. Að sjálfsögðu er öðrum félögum sem eru ekki skráð á markað frjálst að halda sína fundi rafrænt, þetta mun ekki takmarka það. En ef það er verið að fara að setja þetta inn í frumvarpið munu þær reglur sem um þetta gilda hugsanlega takmarka það og setja því þrengri skorður af því að þau eru ekki skráð á markaði. Það er til hellingur af félögum á Íslandi, eins og við fórum yfir í umfjöllun um fyrra mál, um raunverulega eigendur, sem eru ekki hlutafélög, ekki einkahlutafélög. En þetta frumvarp varðar það eingöngu.