Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 41. fundur,  5. des. 2022.

hlutafélög o.fl.

227. mál
[19:25]
Horfa

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir seinna andsvar sitt. Mér finnst hv. þingmaður mjög áhugasamur um rafræna fundi og ég tel að haldnir hafi verið rafrænir fundir hjá þessum félögum áður. Það er í rauninni ekki aðalatriði þessa frumvarps að hnykkja sérstaklega á rafrænum fundi hlutafélaga. Það er eingöngu einn vinkill í skýringum á því af hverju við erum að fara í þessa breytingu. En ég hvet hv. þingmann í því að halda áfram að vera öflug í hlutafélagarétti, vitandi að það er hennar áhugamál, og bara hvet hana áfram í því.