Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 41. fundur,  5. des. 2022.

þjónusta við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.

532. mál
[22:35]
Horfa

Lenya Rún Taha Karim (P) (andsvar):

Frú forseti. Ég ætla að fá að þakka hv. þm. Guðbrandi Einarssyni mjög fína ræðu. Hann kom inn á mjög mikilvæga og góða punkta og get ég tekið undir nokkur sjónarmið þar. Ég staldraði mjög mikið við mikilvægi samstarfs sveitarfélaga og ríkisins í ræðu hv. þingmanns hér áðan og hann nefnir sjálfur að hann hafi verið í sveitarstjórn. Þess vegna vil ég fá að spyrja hv. þm. Guðbrand Einarsson um hvernig unnt sé að bæta þetta samstarf með tilliti til þess að hann hefur sjálfur verið í sveitarstjórnarpólitík og hvernig hann heldur að hægt sé að ganga lengra. Er það raunhæfur valmöguleiki, er einhver leið til þess að bæta þessa þjónustu sem þetta frumvarp tekur ekki á?