148. löggjafarþing — 41. fundur,  20. mars 2018.

fjármálastefna 2018--2022.

2. mál
[19:17]
Horfa

Álfheiður Eymarsdóttir (P) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég hef orðið fyrir djúpstæðum vonbrigðum. Ég var búin að hlakka til að taka þátt í lifandi og fjörugum umræðum um þessa glæsilegu fjármálastefnu við hæstv. fjármálaráðherra. Ég býst við því að í ljósi fjarveru hæstv. fjármálaráðherra verði þessari umræðu frestað eða tekin til afgreiðslu frávísunartillaga sem liggur fyrir þinginu. Ég get ekki betur séð en að í stefnunni sé um að ræða enn frekari brot á lögum, í þetta skiptið lögum um opinber fjármál.