148. löggjafarþing — 41. fundur,  20. mars 2018.

tilhögun þingfundar.

[20:01]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Umræðu um 5. dagskrármálið verður nú frestað um sinn. Forseti bindur vonir við að hæstv. fjármálaráðherra geti losað sig frá öðrum skyldustörfum og mætt hér í þinghúsið innan skamms. Þegar þar að kemur verður umræða um dagskrármálið hafin að nýju, en því er frestað um sinn.

Varðandi umræður sem forseti hlýddi á um atkvæðagreiðslur um tillögu um að vísa máli til ríkisstjórnar eða hvort sem heldur væri um rökstudda dagskrá, þá eru þingsköp alveg skýr hvað það snertir. Allar slíkar tillögur, hvort sem er tillaga um rökstudda dagskrá, tillaga um vísan til ríkisstjórnar á sérstöku þingskjali eða tillaga um vísan til ríkisstjórnar í nefndaráliti, koma allar til atkvæðagreiðslu að aflokinni umræðu. Ekki er um það að ræða að útkljá slík mál inni í miðri umræðu.