148. löggjafarþing — 41. fundur,  20. mars 2018.

fjármálastefna 2018--2022.

2. mál
[22:59]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Björn Leví Gunnarsson) (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég var bara beðinn um skilgreiningu þannig að ég útvegaði hana, það eru engar hártoganir í því. Ríkisstjórn hefur skyldur. Þegar ríkisstjórn hefur skyldur þá er það þingsins að hafa eftirlit með því að hún uppfylli þær skyldur. Ég myndi vilja sjá einhvern rökstuðning. Ég get alveg séð að hægt sé að rökstyðja að það uppfylli grunngildið um stöðugleika að lækka skuldir. Það er bara ekki útskýrt, því er sleppt.

Ég tók dæmi áðan. Þegar við erum kannski komin niður fyrir þetta 30% skuldamark og farin að vinna á þessu skuldaútgáfuviðmiði sem ráðuneytið var að tala um að þyrfti að hafa til að hafa aðgengi að mörkuðum, ef við erum þá að lækka skuldir og minnka aðgengi að mörkuðum, værum við að vinna gegn sjálfbærni. Ég vil fá að sjá (Forseti hringir.) rökstuðninginn, en hann er ekki að finna. Það er mín athugasemd.