Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 41. fundur,  5. des. 2022.

orð þingmanns í hliðarsal.

[19:56]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (P):

Frú forseti. Ég get nú ekki sleppt því að nefna atvik sem átti sér hér í hliðarsal á meðan hv. þingmaður stóð hér í ræðustól, þar sem allt í einu birtist Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem ég hef ekki tekið eftir að hafi mikið verið að taka þátt í umræðum hér í dag, og baular úr hliðarsalnum: Er verið að gera grín að þinginu? Ég ætla ekki að gagnrýna forseta, þetta hefur kannski ekki borist jafn vel upp í forsetastól og ég heyrði það hér í sæti mínu. En þetta eru náttúrlega ólíðandi ummæli. Þetta er ámælisvert, að stjórnarliðar séu svo niðursokknir í eigin þagnarbindindi að þeir komi hingað með dónaskap í hliðarsal, baulandi á þingmenn í pontu að þingmenn séu að gera grín að þinginu þegar við erum að nýta okkur hinn sjálfsagða rétt sem við höfum til að tjá okkur í pontu. Ég veit ekki, það er kannski fullseint að forseti áminni hv. þingmann um þetta, en ég geri það þá í hjartanu af því að þetta voru skítleg ummæli.