154. löggjafarþing — 41. fundur,  4. des. 2023.

aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu 2023--2026.

511. mál
[16:53]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það kemur til að mynda fram hjá einum af virtustu málfræðingum þjóðarinnar, Eiríki Rögnvaldssyni, fyrrum prófessor við Háskóla Íslands, sem hefur tekið mjög vel í þessa aðgerðaáætlun en hann hefur engu að síður skrifað, með leyfi forseta:

„[Þ]essar aðgerðir kosta fé — mismikið vissulega, en verulegar upphæðir þegar allt er talið. Það er megingalli aðgerðaáætlunarinnar að henni fylgja engar fjárveitingar, og fjármálaáætlun næstu fimm ára gefur litlar vísbendingar um að ríkisstjórnin áformi að verja verulegu fé til eflingar íslenskunnar á næstu árum.“

Það væri gott að fá hjá hæstv. ráðherra fullvissu þess að hér sé um að ræða misskilning hjá prófessornum og að ríkisstjórnin hafi fullan hug á því að láta nægar fjárveitingar fylgja þessari áætlun.