143. löggjafarþing — 42. fundur,  19. des. 2013.

leikskóli að loknu fæðingarorlofi.

6. mál
[12:58]
Horfa

Frsm. allsh.- og menntmn. (Elsa Lára Arnardóttir) (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég vil byrja á að þakka hv. þm. Pétri Blöndal fyrir andsvarið. Ég verð að segja að þetta hefur ekki verið skoðað í nefndinni, þetta um … (PHB: Foreldraorlof.)Fyrirgefðu, foreldraorlof eða heimgreiðslur. Ég tel að það sé mjög nauðsynlegt að þessar athugasemdir eða tillögur fari inn í umræðu sem hluti af þessum málum, því ég tel að það sé öllum til hagsbóta ef foreldrar geta mögulega verið lengur heima með börnum sínum. Þannig að ég mun taka þetta til greina og koma þessu til skila.