151. löggjafarþing — 42. fundur,  18. des. 2020.

fæðingar- og foreldraorlof.

323. mál
[14:49]
Horfa

Jón Gunnarsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Við fögnum hér enn einu árangursríka skrefinu í jafnréttismálum þar sem við lengjum fæðingarorlofið. Árangur í jafnréttismálum er þannig að Ísland er efst á lista Alþjóðaefnahagsráðsins í skýrslu sem gefin var út í desember 2019. Hún nefnist Global gender gap report og var gefin út í 14. sinn. Þar er metin frammistaða 153 ríkja. Ísland er í fyrsta sæti og hefur verið það á undanförnum árum. Sjálfstæðisflokkurinn er stoltur af því að taka þátt í að stíga hér enn eitt skrefið, flokkur sem hefur átt þátt í því að stíga öll þessi skref, annaðhvort undir forystu hans eða í þátttöku með öðrum flokkum. Við stígum þetta skref stolt í dag.