151. löggjafarþing — 42. fundur,  18. des. 2020.

fæðingar- og foreldraorlof.

323. mál
[15:47]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf):

Virðulegi forseti. Þegar dætur mínar voru litlar voru hagir okkar hjóna þannig að ég hafði frelsi til að vera heima og var heima meðan þær voru að vaxa úr grasi svona mestan part, nema þegar ég fór út í búð og því um líkt. Það er ekki nokkur vafi í mínum huga um það að þetta er það besta sem ég hef gert í lífinu. Það langbesta. Ég vil að við hér á þessari samkomu stuðlum að því að feður hafi þetta frelsi í auknum mæli. Þess vegna vil ég samþykkja óbreytta tillögu hæstv. félagsmálaráðherra. Þess vegna segi ég við þessari breytingartillögu: Nei.