151. löggjafarþing — 42. fundur,  18. des. 2020.

fæðingar- og foreldraorlof.

323. mál
[16:02]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Forseti. Hérna er tillaga sem ég gerði að algjöru grundvallaratriði í öllu þessu máli. Hérna er tillaga fyrir þá sem blása í lúðra frelsisins um að hætta þeim takmörkunum sem ríkisvaldið setur á foreldra þegar þeir fara í fæðingarorlof, að þeir missi 20% af tekjunum sínum, sem gerir það að efnahagslegri ákvörðun fyrir stóran hluta fólks hvort það ætlar að nýta allan þann rétt sem það hefur í fæðingarorlofi. Með því að fjarlægja þá hindrun er það ekki lengur vandamál að þurfa að hugsa um peninga. Þetta er því í raun og veru eina tillagan sem hefur eitthvað með frelsi að gera í öllu þessu máli.