151. löggjafarþing — 42. fundur,  18. des. 2020.

fæðingar- og foreldraorlof.

323. mál
[16:19]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf):

Herra forseti. Það er þjóðhagslega hagkvæmt að fjölga mannkyninu. Við þurfum fleiri börn, við þurfum fleira fólk. Þetta er örlítill hvati til hækkunar á fæðingarstyrk til þeirra sem eru utan vinnumarkaðar, úr 83.000 kr. á mánuði í 100.000 kr. á mánuði, og hækkun til námsmanna í fullu námi úr 190.000 í 205.000 kr. Þetta er mjög hófleg hækkun, herra forseti, og ég legg til að meiri hlutinn íhugi það að styðja við bakið á þessum hópi. Við getum það.