Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 42. fundur,  6. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[20:39]
Horfa

Jóhann Páll Jóhannsson (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég held ég geti tekið undir þetta. Ég ætla að reyna núna að skila þessum sekúndum sem ég rændi þarna áðan, virðulegi forseti, og tala mjög hratt í síðara skiptið. Hvaða áhrif ætli þetta hafi, einmitt þegar verðbólgan er meiri en var gert ráð fyrir og vextirnir eru jafnvel orðnir enn hærri? Mun þetta hávaxtatímabil ekki bara dragast enn frekar á langinn og er þetta ekki mjög alvarlegt fyrir t.d. heimili sem hafa fest vextina sína? Er ekki þarna ákveðin snjóhengja sem mun falla á okkur, bæði á næsta ári og þar næsta, ef okkur tekst ekki að reka ríkissjóð með ábyrgari hætti?