136. löggjafarþing — 42. fundur,  4. des. 2008.

sparnaður hjá ríkinu og uppsagnir.

[10:47]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Ég skora á hæstv. fjármálaráðherra að fara að dæmi aðila vinnumarkaðarins og Alþingis, sem er búið að breyta lögum um Atvinnuleysistryggingasjóð, og taka frekar upp hlutaatvinnuleysi en fullt atvinnuleysi. Atvinnuleysi er mannlegur harmleikur fyrir þann sem lendir í því og það hefur sýnt sig að sé fólk fjarri vinnumarkaði lengur en sex mánuði, hvort sem er vegna veikinda, atvinnuleysis eða slysa, þá eru yfirgnæfandi líkur á því að það fólk fari aldrei aftur að vinna. Ég skora því á hæstv. fjármálaráðherra að vinna þannig að lausn þessara mála að fólki sé frekar sagt upp að einum fjórða hluta til en að fjórðungi mannskaparins sé sagt upp að fullu. (Gripið fram í: Heyr.)