143. löggjafarþing — 42. fundur,  19. des. 2013.

skattar á fjármálafyrirtæki.

[10:58]
Horfa

Guðmundur Steingrímsson (Bf):

Virðulegur forseti. Þetta svar hljómaði í mínum eyrum dálítið eins og hið séríslenska viðkvæði „þetta reddast“ — þetta reddast bara einhvern veginn, með geislum eða á internetinu. Það þarf að útskýra þetta betur. Vissulega verða einhverjar eignir færðar niður eða eitthvert svigrúm myndast. En hvernig verður það að tekjum fyrir ríkissjóð? Þetta þarf að útskýra, sérstaklega þegar búið er að lofa með pompi og pragt í Hörpu 20 milljörðum á ári, núna 22 milljörðum á ári næstu fjögur árin vegna þess að sveitarfélögin verða að fá sitt, það eru alltaf ný tíðindi í þessu, gott og vel. Það er mjög eðlilegt að við gerum þá kröfu að fjármögnunin sé trygg. Stærstu tíðindin í svari hæstv. fjármálaráðherra eru þau (Forseti hringir.) að fjármögnunin á öllum þessum pakka (Forseti hringir.) er í meira lagi óskýr og ótrygg.