151. löggjafarþing — 42. fundur,  18. des. 2020.

fæðingar- og foreldraorlof.

323. mál
[14:34]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Þetta er mikið jafnréttis- og framfaramál og minnir okkur á að við erum á leið til aukins jafnréttis. Þetta er mikilsvert réttindamál fyrir feður, fyrir mæður og fyrir börn sem fá með því aukin réttindi til aukinna og betri samvista. Við í Samfylkingunni erum aftur á móti með breytingartillögur við málið sem við leggjum þunga áherslu á og ég tel mjög brýnt að þingheimur íhugi að samþykkja.