151. löggjafarþing — 42. fundur,  18. des. 2020.

kynrænt sjálfræði.

22. mál
[16:30]
Horfa

Hanna Katrín Friðriksson (V):

Herra forseti. Við erum hér að greiða atkvæði um mikilvægt mál, mikilvægt réttlætismál, mannréttindamál og frelsismál. Mér þykir óendanlega vænt um samstöðu Alþingis í þessu máli en það er ekki á neinn hallað þó að ég tilgreini sérstaklega þrjá hv. þingmenn sem ég tel að eigi mikinn heiður skilinn. Þegar við í Viðreisn, ég og félagar mínir, komum á þingið haustið 2016 var þetta eitt þeirra mála þar sem við vildum láta til okkar taka. Þá komumst við að því að málið væri í farvegi, fyrst og fremst vegna vinnu hv. þingmanns og hæstv. heilbrigðisráðherra, Svandísar Svavarsdóttur. Ég vil líka nefna Katrínu Jakobsdóttur, hæstv. forsætisráðherra, sem á sérstakar þakkir skildar fyrir að setja málið í forgang. Að lokum vil ég nefna hv. þm. Steinunni Þóru Árnadóttur sem leiddi málið vel áfram sem framsögumaður í velferðarnefnd. Það er heiður að því hafa komið að þessu máli þótt ekki væri nema sem stuðningsmaður. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)