135. löggjafarþing — 43. fundur,  13. des. 2007.

fjárlög 2008.

1. mál
[13:15]
Hlusta

Bjarni Harðarson (F):

Herra forseti. Þingið hefur lokið afgreiðslu fjárlaga, fyrstu fjárlaga nýrrar ríkisstjórnar. Það er að einu leyti fagnaðarefni. Frá því að þessi fjárlög komu fram fyrir nokkrum vikum hefur stöðugt bætt í og það rennsli stöðvast nú allt fram til fjáraukalaga.

Hér hafa ríkisútgjöld hækkað úr 17% yfir í 18%, sem er mjög mikil hækkun og það gerist á sama tíma og varnaðarorð berast alls staðar að úr samfélaginu, frá hagfræðingum, greiningadeildum og utanaðkomandi stofnunum sem meta lánshæfi Íslendinga og svo mætti áfram telja.

Hv. þm. Pétur Blöndal kom því að hve gott þetta væri af því að það væri mikill afgangur og það væru engin lausatök. Lausatökin eru að hefjast, hv. þingmenn. Lausatökin eru að hefjast með þessari ríkisstjórn þar sem skynsemina (Forseti hringir.) og varúðina vantar.