135. löggjafarþing — 43. fundur,  13. des. 2007.

fjárlög 2008.

1. mál
[13:16]
Hlusta

Valgerður Sverrisdóttir (F):

Hæstv. forseti. Ég vek athygli á því að nú höfum við í meira en tvo tíma greitt atkvæði við 3. umr. fjárlaga, sem er algjör nýjung. Það kemur til af því að stjórnarflokkarnir eru svo seint á ferðinni með fjárlagatillögur sínar. Það hefur sjálfsagt þurft dálítinn tíma að ná samkomulagi á milli flokkanna um fjárlagatillögur en samkomulagið er, þegar upp er staðið, að allir fengu allt.

En vissulega eru ákveðnir málaflokkar sem verða út undan. Það eru málaflokkar sem enginn hafði áhuga á og áttu sér ekki talsmann. Þar vil ég sérstaklega nefna heilbrigðismálin.

Því miður er þá áframhaldandi þensla og ekki tekið á efnahagsmálum af hálfu þessarar ríkisstjórnar og við Íslendingar eigum eftir að súpa seyðið af því.