138. löggjafarþing — 43. fundur,  14. des. 2009.

skýrsla Ríkisendurskoðunar um Seðlabankann.

[10:54]
Horfa

Björn Valur Gíslason (Vg):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. efnahags- og viðskiptaráðherra fyrir svarið. Ég vil þó ítreka þá spurningu mína hvort ráðherrann telji þess ekki þörf að fram fari sérstök rannsókn á aðkomu Seðlabankans í aðdraganda hrunsins á æðstu stjórn Seðlabankans sem Ríkisendurskoðun virðist beina spjótum sínum að.

Það kemur skýrt fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar, eins og ég benti á áðan, það er ekki verið að áfellast starfsmenn bankans að neinu leyti. Þeir hafi farið eftir öllum þeim vinnureglum sem þeim bar að gera. Gagnrýnin beinist að æðstu stjórnendum bankans, að þeir hafi brugðist þeirri skyldu sinni sem þeim ber að fylgja eftir lögum samkvæmt, þeir hafi brugðist of seint við. Ríkisendurskoðun bendir á fjölmargar aðgerðir sem þeir hefðu átt að grípa til til að forða því mikla og gífurlega tjóni sem íslenskt þjóðarbú varð fyrir vegna þessara afglapa og hæstv. ráðherra kom svo vel inn á áðan.