150. löggjafarþing — 43. fundur,  11. des. 2019.

staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar o.fl.

449. mál
[20:54]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég fagna mjög þeim tíðindum að von sé á ráðherra í hús, ekki síst vegna þess að innan stundar hyggst ég flytja ræðu í málinu. Ég myndi fagna því mjög ef ráðherra væri í salnum til að hlýða á hana. Ég fagna því einnig að forseti skuli hafa brugðist svo skjótt við sem raun ber vitni. Hann er greinilega alls trausts maklegur. Ég ítreka þakkir mínar til forseta fyrir að bregðast fljótt og vel við og fagna því að von sé á ráðherra hingað til skrafs og ráðagerða við okkur þingmenn út af þessu máli sem er gríðarlega seint fram komið en á að fara ljóshratt í gegnum þingið.