150. löggjafarþing — 43. fundur,  11. des. 2019.

staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar o.fl.

449. mál
[21:34]
Horfa

Smári McCarthy (P) (andsvar):

Frú forseti. Það myndi taka fram á miðja næsta öld að svara öllum rangfærslum hv. þingmanns en bara til að taka á nokkrum þeim helstu þá er ekki bannað að dreifa Nýja testamentinu í Reykjavík. Það er ekki bannað að fara með börn í kirkju. Foreldrum er hvort tveggja fullkomlega heimilt. Og ég myndi segja að fátt sé jafn gott til að fletta ofan af trú fólksins og að lesa Biblíuna og önnur trúarrit. Ég myndi eiginlega bara hvetja til þess að fólk þau lesi sem flest og auðvitað eiga börn að hafa aðgang að þeim.

Ásatrúarfélagið er ekki þjóðlegra en þjóðkirkjan. Þau eru í besta falli jöfn. Þegar ég nefndi þetta áðan var það í tilraun til að benda á tvískinnunginn við að styðja annað en ekki hitt. En ég vil segja að það er rétt hjá hv. þingmanni að það er ekki gott að tala um þetta sem tilfinningakúgun, það að málið komi fram núna. Tímasetningin er óheppileg en tímasetningin er kannski aðalatriðið þannig að mig langar að spyrja hv. þingmann: Hefur hann séð eitthvað í þessu frumvarpi sem bendir til þess að (Forseti hringir.) það yrðu einhverjar neikvæðar afleiðingar af því að málið næði ekki fram að ganga núna fyrir áramót?