Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 43. fundur,  7. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[23:55]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (um fundarstjórn):

Forseti. Mig langar að taka undir með öðrum hv. þingmönnum sem hingað hafa komið. Ég get skilið það að vera með fundi langt fram eftir nóttu þegar það er einhver dagsetning, eins og ef á morgun væri 31. desember og að fjárlög yrði samþykkja fyrir áramót, en í dag er reyndar bara 7. desember þannig að mér telst svo til að ef við viljum klára þetta fyrir áramót eigum við nóg af dögum. Það er óþarfi að vera með einhvern karlrembuhátt með því að halda fjölskyldufólki hér langt fram á nótt, bara til þess að mæta einhverri gervidagsetningu um að það þurfi að gera eitthvað akkúrat á einhverjum tíma. Ég á sjálfur eftir að halda mína ræðu. Hér er búin að vera mikil málefnaleg umræða í allan dag og í gær. Ég á eftir að segja mínar skoðanir á þessu frumvarpi og mig langar lítið til að gera það klukkan tvö eða þrjú í nótt.