Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 43. fundur,  8. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[00:43]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Mig langar aðeins að ræða um kurteisi. Það er sjálfsögð kurteisi að svara þeim fimm þingmönnum sem hafa farið þess á leit við forseta að fresta þingfundi til morguns og núna óskað líka eftir upplýsingum um hversu lengi forseti ætlar að halda þessum þingfundi gangandi. Það er bara lágmarkskurteisi að virða fólk viðlits þegar það beinir að manni spurningum og svara þeim spurningum, meira að segja þó að það komi eitthvað svona ekki-svar sem kemur alltaf, ja, ekki alltaf en svona oftast frá hæstv. forseta. Það mætti alla vega að gera tilraun í staðinn fyrir að sitja hérna í einhverju þagnarbindindi og láta eins og við séum ekki að tala hérna og biðja um upplýsingar og tala um fundarstjórn forseta, sem við erum sannarlega að gera, og óska eftir svörum frá forseta, sem við erum sannarlega gera. Ég velti því stundum fyrir mér til hvers þessi forseti er eiginlega ef hann ætlar ekki að svara þingmönnum.