Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 43. fundur,  8. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[03:35]
Horfa

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (P) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Klukkan er hálffjögur og við erum enn í miðjum klíðum að ræða þetta mál. Enn eru einstaklingar sem fá ekki tækifæri til að komast aftur á mælendaskrá eða yfir höfuð á mælendaskrá. Það eru nefndarmenn í fjárlaganefnd sem hafa ekki fengið úttala sig um þetta mál vegna þess að það var ekki hægt að ræða það á kristilegum tíma, eins og það er kallað. Ég biðla því enn og aftur til forseta að tryggja það að þessi umræða geti haldið áfram í dagsbirtu. Við höldum henni að sjálfsögðu áfram. Ég var sjálf rétt að byrja, fékk loksins að halda mína fyrstu ræðu í þessu máli og náði bara rétt að skerpa á innganginum að henni. En við höldum umræðunni áfram en óskum eftir því að fá að gera það kannski með meiri orku og í betri birtu.