Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 43. fundur,  8. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[03:37]
Horfa

Lenya Rún Taha Karim (P) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég ætla að fá að taka undir með kollega mínum, hv. þm. Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur. Við erum öll rétt að byrja. Ég held að allir sem sitja hér á þingi viti hvers konar flokkur Píratar er, við viljum snúa við hverjum steini og við köfum mikið ofan í málin og hér er fullt af umræðum í boði. Við erum búin að bjóða stjórnarliðum að taka þátt í þessum umræðum með okkur en ef þau sjá sér ekki fært að koma og taka þátt í þessu með okkur þá höldum við bara áfram. Ég veit ekki einu sinni hvað þetta er margra blaðsíðna skjal (Gripið fram í.) — 368 blaðsíðna skjal. Við getum verið hér í allt kvöld. Við getum verið hér fram á morgun þess vegna, af því að ég er rétt að byrja, ég veit að hv. þm. Björn Leví Gunnarsson er rétt að byrja og ég veit að hv. þm. Gísla Rafn Ólafsson er rétt að byrja og ég veit að hv. þm. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir er rétt að byrja.

Forseti. Við getum verið hér í allan dag.