154. löggjafarþing — 43. fundur,  5. des. 2023.

fjárlög 2024.

1. mál
[20:56]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Stefán Vagn Stefánsson) (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Það er kannski tvennt sem mig langaði að koma inn á í seinna andsvari, þótt ég viti að tíminn sé stuttur, og það er annars vegar varðandi umræðuna um þetta flata aðhald. Hv. þingmaður kom inn á það í sinni ræðu um mismikilvæg framlög og hvernig við munum forgangsraða sjálf heima hjá okkur og þá langar mig að benda á að það kemur fram, og hefur komið fram, að t.d. hefur verið aukning til heilbrigðismála um 50 milljarða frá 2021 og er um 10 milljarða kr. aukning í þessum fjárlögum. Þetta held ég að skipti máli og sýni einmitt þessa forgangsröðun sem er kannski ekki alveg eins flöt og menn vilja nefna hér.

Síðan varðandi húsnæðisþáttinn sem hv. þingmaður fór aðeins inn í. Spurningin er hvort hv. þingmaður telji að þessi húsnæðisstuðningur sem kemur fram í þessu frumvarpi upp á tæpa 5 milljarða muni skila sér þangað sem við ætlum. (Forseti hringir.) Það var spurningin. Svo er ég sammála hv. þingmanni um (Forseti hringir.) að það er sennilega ekkert ríki í Evrópu sem borgar meiri vaxtakostnað vegna krónunnar en Ísland.