135. löggjafarþing — 43. fundur,  13. des. 2007.

fjárlög 2008.

1. mál
[11:55]
Hlusta

utanríkisráðherra (Ingibjörg Sólrún Gísladóttir) (Sf):

Virðulegur forseti. Tillagan sem hér er flutt felur í sér þann misskilning að hér séu lögð til aukin útgjöld til hermála, eins og ágætur þingmaður Ögmundur Jónasson orðaði það. Hið rétta er að útgjöld til varnarmála hafa dregist verulega saman á umliðnum árum. Breytingin er sú að við Íslendingar berum í fyrsta skipti í 63 ára sögu lýðveldisins kostnað af okkar eigin vörnum og má halda því fram að það hafi verið tímabært að við gerðum það en ekki Bandaríkjamenn.

Hér hefur verulega verið dregið úr varnarviðbúnaði á Íslandi frá því að herinn fór á síðasta ári og ég held að við getum öll fagnað því. Breytingin er bara sú að við berum kostnaðinn núna en ekki Bandaríkjamenn.