138. löggjafarþing — 43. fundur,  14. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[21:37]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég vona að hæstv. forseti sé ekki að gera mannamun. Áðan stöðvaði hann mig þegar ég ræddi nákvæmlega það sama og formaður efnahags- og skattanefndar ræddi núna, nákvæmlega það sama. Ég ræddi um tilboð sem kom um að gera áhættugreiningu og það að nefndin ákvað að greiða atkvæði um það að fresta atkvæðagreiðslu um það mál. Það tekur fyrirtækið tvær vikur að áhættugreina Icesave-samkomulagið og ef við hefðum gert það strax hefðum við að sjálfsögðu verið búin með það á milli jóla og nýárs og hefðum getað tekið það fyrir og afgreitt það. Þá hefðu þingmenn vitað hvað þeir væru að gera, líka stjórnarliðar.