144. löggjafarþing — 43. fundur,  8. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[15:34]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið. Ég held að þetta sé mál sem snertir það margar fjölskyldur sem eru það illa staddar að við verðum að halda áfram að ræða um það og af fullri alvöru.

Þess vegna vil ég einnig spyrja hv. þingmann um mat hans á því: Er í rauninni ekki galið að ætla þess vegna, eins og meiri hluti hv. fjárlaganefndar hefur lagt til, að hækka bætur almannatrygginga um 3% en ekki um 3,5% eins og þó var gert ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu sjálfu, og bera fyrir sig í þeim efnum að þetta sé vegna þess að þróun á vöruverði hafi verið svo (Forseti hringir.) hagstæð?