146. löggjafarþing — 43. fundur,  13. mars 2017.

Varamenn taka þingsæti.

[15:01]
Horfa

Forseti (Unnur Brá Konráðsdóttir):

Borist hafa bréf frá Vilhjálmi Árnasyni, 5. þm. Suðurk., og Kolbeini Óttarssyni Proppé, 6. þm. Reykv. s., um að þeir geti ekki sinnt þingmennsku á næstunni. Í dag taka því sæti á Alþingi sem varamenn fyrir þá Kristín Traustadóttir og Hildur Knútsdóttir.

Kjörbréf þeirra Kristínar Traustadóttur og Hildar Knútsdóttur hafa þegar verið rannsökuð og samþykkt en þær hafa ekki áður tekið sæti á Alþingi og ber því að undirskrifa drengskaparheit að stjórnarskránni.

[Kristín Traustadóttir, 5. þm. Suðurk., og Hildur Knútsdóttir, 6. þm. Reykv. s., undirrituðu drengskaparheit að stjórnarskránni.]