149. löggjafarþing — 43. fundur,  7. des. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[14:15]
Horfa

Ásmundur Friðriksson (S):

Virðulegi forseti. Það eru vonbrigði að fjármagn vanti til rekstrar landsbyggðarsjúkrahúsanna. Í fimm ára fjármálaáætlun er þess getið að sérstaklega eigi að taka til fordæmalausrar fjölgunar íbúa á Suðurnesjum og ættu framlög til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja að hækka í samræmi við það. Það hefur því miður ekki gerst.

Ég legg ríka áherslu á að ríkisstjórnin og fjármálaráðherra og heilbrigðisráðherra skoði stöðu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í því ljósi eins og fram kemur í fimm ára fjármálaáætluninni, og að úr verði bætt eins og loforð hafa verið um.