151. löggjafarþing — 43. fundur,  18. des. 2020.

fjárlög 2021.

1. mál
[19:18]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Willum Þór Þórsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég held að hv. þingmaður hafi hitt naglann á höfuðið í lokin, að við myndum ekki leysa málið með því að samþykkja tillögu hans. (Gripið fram í.) En það breytir ekki því að það er þegar búið að kalla eftir einmitt þessari sundurliðun. Svo verðum við að leita eftir upplýsingum frá fagráðuneytinu um hvað þeir hafa valið að gera af því að við sjáum það heldur ekki í frumvarpinu né öðrum breytingum sem nefndin hefur unnið með. Við munum fara yfir þetta mál í kjölfarið. En ég legg áherslu á að þrátt fyrir að þetta sé góð ábending frá hv. þingmanni þá munum við ekki leysa málið með því að samþykkja þessa tillögu.