Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 43. fundur,  7. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[20:42]
Horfa

Lenya Rún Taha Karim (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka hv. þm. Vilhjálmi Árnasyni fyrir svarið. Þetta var bara býsna gott svar. En ég vil að benda á að svona glæpir og svona hegðun verða ekki til í tómarúmi. Það er greinilega eitthvað sem á sér stað þarna í æsku eða eitthvert áfall sem leiðir til þess, oft, ekki alltaf, en stundum eru þetta aðstæður sem leiða til þess að fólk fer út í glæpi til að byrja með. Ég held að það yrði mikil bót fyrir lögregluna og fyrir ríkissjóð ef við myndum byrja á því að afglæpavæða neysluskammta vímuefna. Nú samþykkti flokkur hv. þingmanns ályktun um að svo skyldi gert og ég ætla að spyrja hv. þingmanninn hvort hann standi að baki því og muni beita sér fyrir því á þessu þingi.

Muntu beita þér fyrir því á þessu þingi og ertu sammála þessu? Takk.