Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 43. fundur,  7. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[22:47]
Horfa

Lenya Rún Taha Karim (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka hv. þm. Eyjólfi Ármannssyni, 6. þm. Norðvest., fyrir góða og viðamikla ræðu sem snerti á mörgum flötum. Það heyrist og sést að hann er í fjárlaganefnd. En af því að hv. þingmaður talaði um nefskattinn — það sem ég ætla að spyrja hv. þingmann út í tengist ekki nefskattinn beint. Ég veit ekki af hverju mér datt þetta í hug en í því samhengi þá fær þjóðkirkjan 4 milljarða kr. í fjárlögum og svo sóknargjöld upp á rúma 3,3 milljarða. Mig langaði bara að spyrja hv. þingmann, af því að þetta var svo mikil ræða og ég held að hann hafi ekki komið inn á þjóðkirkjuna. Ég biðst afsökunar ef ég er að setja hv. þingmann í einhvers konar klípu hér, en mig langaði að spyrja hv. þingmann hvort hann hafi einhverja skoðun á fjárframlögum ríkisins til þjóðkirkjunnar og hvort það mætti breyta, bæta, minnka eða bara afnema, ég veit það ekki. Nú er ég bara forvitin að heyra hvað hv. þingmanni finnst.