Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 43. fundur,  7. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[23:00]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta fjárln. (Eyjólfur Ármannsson) (Flf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Varðandi þessar breytingar á lögum um RÚV og þessa tillögu þá er ekkert sem kemur í veg fyrir að fjárveitingavaldið hagi fjárlögum með þeim hætti sem Alþingi Íslendinga samþykkir. Það er alveg skýrt mál. Síðan erum við bandorminn til að útfæra þær breytingar í öðrum lögum sem eru samþykktar í fjárlögum. Við þurfum hafa bandorminn til að breyta krónutölum í öðrum lögum, þar á meðal lögum um RÚV. Við getum meira að segja sagt: Þetta á að fara í bandorminn. (BjG: Nei.) Bíddu, ég er ekki búinn. En við getum líka verið með sér breytingartillögur varðandi breytingu á lögum um RÚV, það er minnsta mál í heimi. Þetta er ekkert flókin breyting. Það er ekkert í núgildandi lögum sem kemur í veg fyrir það að Alþingi Íslendinga geti breytt lögum. (BjG: Það er ekki neitt að …) Já, það er það sem ég er að segja. Þess vegna erum við með þessa breytingu, þess vegna förum við fram á þetta. (Forseti hringir.) Það er algerlega óásættanlegt að ein ríkisstofnun sé sjálfkrafa áskrifandi að hækkunum í fjárlögum. (Gripið fram í.) Það er algerlega óásættanlegt.

(Forseti (ÁLÞ): Þingmenn eru beðnir að vera ekki í samræðum hér úr ræðustól.)