Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 43. fundur,  8. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[00:51]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Nú er ég að fara að flytja fyrstu ræðu um fjárlagafrumvarp sem vægast sagt er hægt að segja að sé í rauninni nýkomið fram. Við reyndum að spyrja hér ýmissa spurninga í 1. umr. og það kom í ljós að margt átti eftir að breytast. Ég er búinn að leggja mikla vinnu í það að lesa mig í gegnum þessar 500 blaðsíður auk þessara rúmu 100 blaðsíðna sem eru í breytingartillögum og það er margt þarna sem ég gagnrýni, margt sem ég tel líka gott. En ég reikna með því, af því að svo virðist vera að ég muni flytja ræðu mína um tvö, þrjúleytið í nótt, að ég fái enga gagnrýni á það sem ég mun segja. Hér verða engir stjórnarþingmenn til að leiðrétta mig, til þess að benda mér á að ég hafi mislesið eitthvað. Ef ég fæ ekki slíkt af því ég lendi í því að mín ræða kemst ekki að fyrr en einhvern tímann um miðja nótt, þá fæ ég hreinlega ekki tækifæri til að sinna hlutverki mínu sem alþingismaður almennilega.