Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 43. fundur,  8. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[03:33]
Horfa

Lenya Rún Taha Karim (P) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég ítreka beiðni mína enn og aftur til virðulegs forseta Alþingis um að fresta þingfundi og fresta þessari umræðu til morguns. Eins og forseti sér þá er þessum umræðum hvergi lokið. Þetta er stórt og viðamikið mál og það er komið inn á fjölmörg málefni í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2023. Nú er ég að fara í seinni ræðu mína, það eru 20 mínútur og ég er rétt svo að byrja. En eins og ég sagði hér áðan þá hefði ég verið til í andsvör frá stjórnarliðum og ég hefði verið til í andsvör frá meðlimum fjárlaganefndar. En það er greinilega ekki eitthvað sem þau sjá sér fært að gera og veita, sem mér þykir einstaklega miður og vona að umræður um fjárlög næsta árs fari ekki svona.