Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 43. fundur,  8. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[03:38]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Björn Leví Gunnarsson) (P) (um fundarstjórn):

Forseti. Eins og hv. þm. Lenya Rún Taha Karim sagði þá erum við rétt að byrja. Hv. þm. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir var að klára sína fyrstu ræðu. Við erum með þetta risavaxna skjal hérna sem er yfirleitt það vandræðalegt að ríkisstjórnin þarf að semja við stjórnarandstöðuna til að hætta nú að blaða í því af því að það er svo óþægilegt að benda á alla óþægilegu hlutina sem ekki er verið að gera og svoleiðis. Við höfum nóg að spjalla um. Ég ætla að fara aðeins yfir eina af breytingartillögunum okkar um trúmál og viðbótarkirkjujarðasamkomulagið næst, ég veit ekki alveg hvort ég næ því í næstu ræðu, ég á eftir að klára aðeins um vinnulag nefndar, ég var búinn að fara yfir vinnulag þingsins almennt. Það er enn nóg að gera og á þessum árum sem ég er búinn að vera að stússast í þessu — það er alveg yndislegt að fá loksins smá tíma til að tala um þetta.