Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 43. fundur,  8. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[04:36]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Björn Leví Gunnarsson) (P) (um fundarstjórn):

Forseti. Ég kannast við þetta, þetta er svona störukeppni. Forseta finnst rosalega gaman að vera í störukeppni: Ég ætla að halda þingfundi áfram langt fram eftir nóttu, geri það bara víst. En ég tek áskoruninni. Það er algerlega í boði forseta Alþingis að haga sér svona. Ef hann vill í alvörunni að umræðurnar hérna séu með skipulögðum hætti, ekki á nóttunni, þá þarf hann ekki að gera neitt nema tala við fólk. Við erum hjartanlega boðin og búin til að tala um það hérna í ræðustól Alþingis fyrst forseti Alþingis vill ekki tala um það annars staðar og um fjárlögin höfum við nóg að segja.