154. löggjafarþing — 43. fundur,  5. des. 2023.

fjárlög 2024.

1. mál
[21:56]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Frú forseti. Ég held að það geti hvergi endað annars staðar heldur en í verðlagi, sem sagt þessar breyttu skattareglur gagnvart fyrirtækjunum. Og það eru fleiri slíkar núna í pípunum sem fæstir eru kannski farnir að veita athygli. Núna eru í samráðsgátt áform matvælaráðherra um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða og þar er t.d. flaggað mikilli prinsippbreytingu sem gengur út á að banna útgerðarfélögum að nota veiðigjaldið sem kostnaðarlið við skattalegt uppgjör. Ég bíð bara spenntur að sjá hvernig hæstv. fjármálaráðherra, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að leggja þá breytingu til hér í þinginu. Ég held að það verði áhugavert að sjá. En þessi breyting mun hafa öll þau áhrif sem hv. þingmaður lýsti og ég held að hún gæti líka haft þau áhrif að menn og fyrirtæki greiði sér út minni arð en annars hefði orðið (Forseti hringir.) sem verður til þess að lækka skatttekjur ríkissjóðs frá því sem hefði orðið í óbreyttu kerfi.