136. löggjafarþing — 44. fundur,  5. des. 2008.

fjárhagsleg fyrirgreiðsla hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

161. mál
[14:49]
Horfa

Kjartan Ólafsson (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég hef hlustað á ræður hv. þingmanna sem farið hafa yfir það mikla mál sem við ræðum hér á Alþingi. Ég hef sérstaklega tekið eftir því að þeir sem eru í stjórnarandstöðu bera kvíðboga fyrir niðurskurði á ríkisútgjöldum. Ég get tekið undir það og sjálfsagt allir hér að það er vandasamt verk og kemur illa niður á ýmsum.

Ég hef hins vegar ekki heyrt neinn úr þeim hópi ræða um hvernig við getum aukið tekjur samfélagsins. Mig langar því að spyrja hv. þm. Pétur Blöndal hvort þessi þjóð, sem býr yfir mikilli orku og miklum auðlindum, eigi ekki að breyta um kúrs frá því sem gert var í byrjun árs 2007. Í aðdraganda kosninganna þá mátti ekki tala um frekari nýtingu á orkuauðlindum, hvorki jarðgufu né vatnsafli. Er þetta ekki hlutur sem við þurfum að taka sérstaklega upp núna? Ég spyr hv. þingmann vegna þess að ég hlusta grannt þegar hann tekur til máls hér.